Fréttaskýring: Verulega skorið við nögl í þróunaraðstoð

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fram­lög Íslend­inga til op­in­berr­ar þró­un­araðstoðar náðu nýj­um og óvænt­um hæðum árið 2008 þegar fram­lög­in skut­ust alla leið upp í 0,36% af vergri þjóðarfram­leiðslu. Síðan þá hafa op­in­ber fram­lög til þró­un­araðstoðar dreg­ist mjög sam­an en meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á því eru blá­fá­tæk börn á leik­skóla­aldri í Namib­íu.

Árið 1975 lofuðu rík­ustu þjóðir heims að verja 0,7% af vergri þjóðarfram­leiðslu til þró­un­araðstoðar. Aðeins fimm ríki hafa náð þessu tak­marki. Ísland er ekki þar á meðal og fram­lög­in höfðu, fram til árs­ins 2008, aldrei farið yfir um 0,25%. Það ár var fram­lagið 0,36% af vergri þjóðarfram­leiðslu en það kom reynd­ar ekki til af góðu. Útgjöld til þró­un­ar­starfs eru einkum í banda­ríkja­döl­um og þegar gengið hrundi haustið 2008 juk­ust út­gjöld­in langt um­fram áætl­un í krón­um talið. Þar að auki snar­minnkaði þjóðarfram­leiðslan. Hrunið „hjálpaði“ því til við að þoka hlut­fall­inu upp á við.

Árið 2008 voru fram­lög­in um 4,3 millj­arðar. Árið 2009 voru þau litlu lægri en sem hlut­fall af þjóðar­tekj­um var hlut­fallið lægra eða 0,32%. Sam­kvæmt fjár­lög­um 2010 átti að verja 3,3 millj­örðum til mála­flokks­ins og í fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2011 er gert ráð fyr­ir 2,8 millj­arða fram­lagi til op­in­berr­ar þró­un­araðstoðar. Á næsta ári verður fram­lag til op­in­berr­ar þró­un­araðstoðar því 0,19% af vergri þjóðarfram­leiðslu.

Sam­drátt­ur­inn í starfi 52%

Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un ann­ast tví­hliða þró­un­araðstoð, þ.e. þegar Íslend­ing­ar skipu­leggja sjálf­ir eða í sam­vinnu við aðra verk­efni í sam­vinnu við yf­ir­völd í viðkom­andi landi. Þró­un­ar­sam­vinnusvið ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sér um svo­nefnda marg­hliða þró­un­ar­sam­vinnu, s.s. þátt­töku í alþjóðastofn­un­um og verk­efn­um. Kostnaður við Friðargæslu Íslands fell­ur einnig und­ir op­in­bera þró­un­araðstoð.

Starf Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar hef­ur ekki farið var­hluta af þess­um niður­skurði. Á tíma­bil­inu 2008-2011 lækka fjár­fram­lög til henn­ar úr um tveim­ur millj­örðum í rúm­lega 1,2 millj­arða skv. fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2011. Þór­dís Sig­urðardótt­ir, skrif­stofu­stjóri ÞSSÍ, bend­ir á að þótt sam­drátt­ur­inn sé mik­ill í ís­lensk­um krón­um eða um 34% sé hann enn meiri í raun. Mest­öll út­gjöld stofn­un­ar­inn­ar séu í banda­ríkja­döl­um og miðað við gengið þessi dægrin nemi sam­drátt­ur­inn milli 2008 og 2011 um 52%.

Í þrem­ur lönd­um Afr­íku

Nefna má að lífs­lík­ur karla í Mala­ví eru um 46 ár og kon­ur geta vænst þess að lifa um átta mánuðum leng­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka