Fréttaskýring: Verulega skorið við nögl í þróunaraðstoð

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Framlög Íslendinga til opinberrar þróunaraðstoðar náðu nýjum og óvæntum hæðum árið 2008 þegar framlögin skutust alla leið upp í 0,36% af vergri þjóðarframleiðslu. Síðan þá hafa opinber framlög til þróunaraðstoðar dregist mjög saman en meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á því eru bláfátæk börn á leikskólaaldri í Namibíu.

Árið 1975 lofuðu ríkustu þjóðir heims að verja 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar. Aðeins fimm ríki hafa náð þessu takmarki. Ísland er ekki þar á meðal og framlögin höfðu, fram til ársins 2008, aldrei farið yfir um 0,25%. Það ár var framlagið 0,36% af vergri þjóðarframleiðslu en það kom reyndar ekki til af góðu. Útgjöld til þróunarstarfs eru einkum í bandaríkjadölum og þegar gengið hrundi haustið 2008 jukust útgjöldin langt umfram áætlun í krónum talið. Þar að auki snarminnkaði þjóðarframleiðslan. Hrunið „hjálpaði“ því til við að þoka hlutfallinu upp á við.

Árið 2008 voru framlögin um 4,3 milljarðar. Árið 2009 voru þau litlu lægri en sem hlutfall af þjóðartekjum var hlutfallið lægra eða 0,32%. Samkvæmt fjárlögum 2010 átti að verja 3,3 milljörðum til málaflokksins og í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 2,8 milljarða framlagi til opinberrar þróunaraðstoðar. Á næsta ári verður framlag til opinberrar þróunaraðstoðar því 0,19% af vergri þjóðarframleiðslu.

Samdrátturinn í starfi 52%

Þróunarsamvinnustofnun annast tvíhliða þróunaraðstoð, þ.e. þegar Íslendingar skipuleggja sjálfir eða í samvinnu við aðra verkefni í samvinnu við yfirvöld í viðkomandi landi. Þróunarsamvinnusvið utanríkisráðuneytisins sér um svonefnda marghliða þróunarsamvinnu, s.s. þátttöku í alþjóðastofnunum og verkefnum. Kostnaður við Friðargæslu Íslands fellur einnig undir opinbera þróunaraðstoð.

Starf Þróunarsamvinnustofnunar hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði. Á tímabilinu 2008-2011 lækka fjárframlög til hennar úr um tveimur milljörðum í rúmlega 1,2 milljarða skv. fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011. Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri ÞSSÍ, bendir á að þótt samdrátturinn sé mikill í íslenskum krónum eða um 34% sé hann enn meiri í raun. Mestöll útgjöld stofnunarinnar séu í bandaríkjadölum og miðað við gengið þessi dægrin nemi samdrátturinn milli 2008 og 2011 um 52%.

Í þremur löndum Afríku

Nefna má að lífslíkur karla í Malaví eru um 46 ár og konur geta vænst þess að lifa um átta mánuðum lengur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert