Bílum lagt ólöglega út um alla borg

Nóg var af stæðum skammt frá Grafarvogskirkju um helgina.
Nóg var af stæðum skammt frá Grafarvogskirkju um helgina. Af vef lögreglunnar

Mikið er um stöðubrot í Reykja­vík en um helg­ina hafði lög­regl­an af­skipti af hátt í fimm hundruð öku­tækj­um vegna þessa, jafnt á miðborg­ar­svæðinu sem ann­ars staðar. Þetta kem­ur fram á vef lög­regl­unn­ar.

Þannig var bíl­um t.d. lagt ólög­lega við Laug­ar­dals­höll og Grafar­vogs­kirkju en á báðum stöðum voru næg bíla­stæði í aðeins 2-3 mín­útna göngu­færi frá áður­nefnd­um stöðum.

Þá ber sömu­leiðis nokkuð á því að full­frísk­ir ein­stak­ling­ar nýti sér stæði sem eru sér­merkt fötluðum. Full­orðin, fötluð kona sem býr á miðborg­ar­svæðinu þurfti t.d. að hringja í lög­regl­una í tvígang um helg­ina en í bæði skipt­in var það vegna óforskammaðra bíl­stjóra sem lögðu í einka­stæðið henn­ar þrátt fyr­ir að það sé kyrfi­lega merkt með viðeig­andi hætti, seg­ir á vef lög­regl­unn­ar.

Sem fyrr hvet­ur lög­regl­an öku­menn til að leggja lög­lega, m.a. til að þeir kom­ist hjá út­gjöld­um en nú er 5000 kr. sekt vegna stöðubrots en gjaldið renn­ur í Bíla­stæðasjóð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert