Fundi fjárlaganefndar frestað

Sigurður Kári Kristjánsson og Ögmundur Jónasson á Alþingi.
Sigurður Kári Kristjánsson og Ögmundur Jónasson á Alþingi.

Þingflokkur VG situr nú fundi, en fundi í fjárlaganefnd sem hefjast átti kl. 10 var frestað. Reiknað er með að þingflokkurinn sé að ræða hugmyndir um breytingar á fjárlagafrumvarpinu.

Búið var að ákveða fund í fjárlaganefnd kl. 10, en honum var frestað með stuttum fyrirvara. Ekki er reiknað með að fundurinn verði haldinn fyrr en í kvöld. Ekki hefur náðist í Oddnýju Harðardóttur, formann fjárlaganefndar, en sú skýring mun hafa verið gefin á frestun fundarins að ekki séu öll gögn sem nefndin þarf á að halda tilbúin.

Stefnt hafði verið að því að fjárlaganefnd afgreiddi frumvarp til fjárlaga úr nefndinni í dag, en samkvæmt lögum á þriðja umræða um fjárlög að fara fram á morgun. Hugsanlegt er að umræðan verði sett á dagskrá á morgun og umræðunni verði síðan frestað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert