Hóta þvingunum vegna makríls

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Ísland og Færeyjar eiga á hættu að vera beitt efnahagsþvingunum vegna veiða á makríl. Þetta kemur fram í frétt á BBC í dag. Vitnað er í talsmann skoskra sjómanna sem segir að það myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir makrílstofninn ef Ísland og Færeyjar ykju veiðar sínar úr stofninum.

Í fréttinni segir að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sé að undirbúa breytinga á reglugerð sem feli í sér að þvinganir vegna veiða Íslands og Færeyja á makríl.

Ekkert samkomulag hefur tekist milli ESB, Noregs, Íslands og Færeyja um veiðar á makríl. Í síðustu viku gengu Færeyingar út af fundi með samningamönnum ESB þegar ESB vildi að Færeyingar skrifuðu undir þá skiptingu á makrílstofninum sem sambandið hafði samið um við Norðmenn.

„Við erum mjög vonsvikin með viðræðuslit í makrílviðræðunum í síðustu viku,“ segir Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands. „Ég er ánægður með að Damanaki sjávarútvegsstjóri hafi staðfest að  hún ætli sér að grípa til harðra aðgerða og hafin verði undirbúningur þvingunarúrræða. Við getum ekki þolað svona ábyrgðarlausa hegðun. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert