Icelandair hótel vilja reka spilavíti

Spilavíti
Spilavíti mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir í fréttatilkynningu að Icelandair hótel hafi ásamt fleirum unnið að undirbúningi á rekstri á spilavíti hér á landi. Segir hún þau vinsæl og drjúga tekjulind sem gæti skilað 700 milljónum króna í skatttekjur til hins opinbera.

Segir í fréttatilkynningu frá hótelum Icelandair að á sama tíma og ríkisvaldið ætlar að plokka 400 milljónir króna árlega af ferðamönnum með komu- og gistináttagjöldum, þá hafnar það möguleikanum á 700 milljón króna skatttekjum af rekstri spilavítis hér á landi.
 
„En heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að casínó (spilavíti) verði opnað hér á landi, á þeirri forsendu að það sé heilsuspillandi. Það vekur auðvitað nokkra furðu að aðrar þjóðir heims skuli ekki hafa frétt af þessari heilsuvá," segir í fréttatilkynningu sem Magnea skrifar undir.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert