Icesave-samningarnir á netinu

Samninganefnd Íslands kynnti Icesave-samningana í síðustu viku.
Samninganefnd Íslands kynnti Icesave-samningana í síðustu viku. mbl.is/Kristinn

Samningarnir sem Ísland gerði við Breta og Hollendinga fyrr í þessum mánuði hafa verið birtir á netinu. Samningurinn við Breta er um 30 blaðsíður, en samningurinn við Hollendinga er um helmingi lengri.

Þrjú fylgisskjöl fylgja samningunum, m.a. samningur milli Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og hollenska seðlabankans. Samningamenn Íslands settu stafina sína undir samningana 8. desember sl. Fjármálaráðherra mun mæla fyrir samningnum á Alþingi í þessari viku. Síðan fara þeir til þingnefndar sem mun kalla eftir umsögnum um þá. Stefnt er að því að atkvæði verði greidd um samningana þegar þing kemur saman eftir áramót, að lokinni umræðu um málið.

Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefnd Íslands segir að sú niðurstaða sem samninganefndir landanna þriggja komust að í Lundúnum fyrir helgi, séu ekki bindandi samningar.

„Menn verða að hafa það í huga, þegar þeir vega og meta þá niðurstöðu sem við komumst að. Það er ekki hægt að setja ákvæði um gildistíma samnings sem er ekki í gildi,“ sagði Lárus í samtali við Morgunblaðið í gær.


Icesave-samningarnir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert