Icesave-samningarnir á netinu

Samninganefnd Íslands kynnti Icesave-samningana í síðustu viku.
Samninganefnd Íslands kynnti Icesave-samningana í síðustu viku. mbl.is/Kristinn

Samn­ing­arn­ir sem Ísland gerði við Breta og Hol­lend­inga fyrr í þess­um mánuði hafa verið birt­ir á net­inu. Samn­ing­ur­inn við Breta er um 30 blaðsíður, en samn­ing­ur­inn við Hol­lend­inga er um helm­ingi lengri.

Þrjú fylg­is­skjöl fylgja samn­ing­un­um, m.a. samn­ing­ur milli Trygg­ing­ar­sjóðs inni­stæðueig­enda og hol­lenska seðlabank­ans. Samn­inga­menn Íslands settu staf­ina sína und­ir samn­ing­ana 8. des­em­ber sl. Fjár­málaráðherra mun mæla fyr­ir samn­ingn­um á Alþingi í þess­ari viku. Síðan fara þeir til þing­nefnd­ar sem mun kalla eft­ir um­sögn­um um þá. Stefnt er að því að at­kvæði verði greidd um samn­ing­ana þegar þing kem­ur sam­an eft­ir ára­mót, að lok­inni umræðu um málið.

Lár­us Blön­dal, full­trúi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Ices­a­ve-samn­inga­nefnd Íslands seg­ir að sú niðurstaða sem samn­inga­nefnd­ir land­anna þriggja komust að í Lund­ún­um fyr­ir helgi, séu ekki bind­andi samn­ing­ar.

„Menn verða að hafa það í huga, þegar þeir vega og meta þá niður­stöðu sem við kom­umst að. Það er ekki hægt að setja ákvæði um gild­is­tíma samn­ings sem er ekki í gildi,“ sagði Lár­us í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.


Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert