Leggur fram frumvarp til upplýsingalaga

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til upplýsingalaga. mbl.is/Árni Sæberg

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp um upplýsingalög, en með frumvarpinu verður gildissvið laganna víkkað með þeim hætti að þau taki til opinberra fyrirtækja.

Nú taka upplýsingalög til starfsemi stjórnvalda en almennt ekki til fyrirtækja í eigu hins opinbera. Þessu verður breytt samkvæmt frumvarpinu, en breytingin þýðir að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, RARIK ohf., ýmis hlutafélög í eigu sveitarfélaganna og fleiri fyrirtæki í eigu hins opinbera falla undir lögin. Í þessu felst ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar sem þessi fyrirtæki varða verði aðgengilegar almenningi. Áfram er byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings.

Í frumvarpinu er að finna nýja skilgreiningu á vinnugögnum, en samkvæmt frumvarpinu á almenningur ekki rétt á að fá aðgang að vinnugögnum sem ekki hafa verið afhent öðrum.

Frumvarpið kveður á um breytingu á kröfum til framsetningar á beiðnum um aðgang að gögnum með það að markmiði að almenningi verði gert auðveldara en nú er að óska upplýsinga. Samkvæmt gildandi lögum á í beiðni um aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn sem beðið er um aðgang að. Þetta hefur reynst nokkuð takmarkandi því að almenningur veit oft ekki um hvaða gögn liggja að baki máli.  Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að.

Frumvarp til upplysingalaga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert