Mikil átök hjá VG

mbl.is/Kristinn

Tillaga þeirra frá VG sem gera ráð fyrir að niðurskurður fjárlaga vegna heilbrigðiskerfisins nemi um 1,6 milljörðum króna umfram það sem áætlað er í fjárlagafrumvarpi Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, er enn mikið átakamál innan VG, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna telur ekki að til meiriháttar ágreinings hafi komið á þingflokksfundi VG í gær. Aðspurður um hitafund segir hann: „Ja, mér var ekkert heitt.“

Atli Gíslason tekur undir að ekki hafi verið nein átök á fundinum. „Það voru bara hreinskiptin skoðanaskipti.“ Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig fyrr en málið hefði verið útkljáð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert