Saltfiskmarkaðir í uppnámi

Sumir saltfiskframleiðendur hafa notað fjölfosfat við vinnsluna.
Sumir saltfiskframleiðendur hafa notað fjölfosfat við vinnsluna. mbl.is/Kristján

Bann við notkun á fosfötum í framleiðslu á saltfiski setur markaði Íslendinga í löndum við Miðjarðarhaf í uppnám, að sögn framleiðenda. Skjöldur Pálmason, formaður Íslenskra saltfiskframleiðenda, segir ljóst að bannið muni hafa gríðarleg áhrif á kaupgetu saltfiskframleiðenda á hráefni og afkomu fyrirtækja í greininni.

„Bannið hefur áhrif á markaðsstöðu okkar í þessum löndum og verðið, ef við þá náum að selja afurðir okkar.“

Sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, á föstudag að stjórnvöld hér á landi myndu fara að kröfu ESA um bann við notkun á fosfötum í saltfisk. Matvælastofnun (Mast) sendi í gær öllum saltfiskframleiðendum bréf með fyrirmælum um að hætta blöndun fjölfosfata í saltfisk og léttsaltaðan fisk.

Í fyrra nam útflutningsverðmæti saltfisks frá Íslandi um 28 milljörðum og talið er að fosföt hafi verið notuð við framleiðslu á meira en helmingi afurðanna. „Við höfum selt saltfisk sem inniheldur þessi fosföt til Spánar, Ítalíu og Grikklands til að varðveita upprunaleg gæði og lit hráefnisins. Nú óttumst við að mikið af okkar viðskiptum fari yfir til Noregs, meðal annars í ljósi kvótaaukningar við Noreg og í Barentshafi,“ segir Skjöldur, en ítarlega er fjallað um þessi mál í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert