Skuldir hækkað um 16 milljarða vegna skattahækkana

Guðlaugur Þór Þórðarson vakti athygli á versnandi skuldastöðu ehimilanna í …
Guðlaugur Þór Þórðarson vakti athygli á versnandi skuldastöðu ehimilanna í kjölfar skattahækkana. mbl.is

Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa hækkað skuldir einstaklinga í landinu um 16 milljarða frá tímabilinu 1. febrúar til 1. október á þessu ári.

Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf þingsins í dag.

„Hæstvirt ríkisstjórn hefur hækkað skatta á fólk,sem gerir það að verkum að það hefur minna á milli handanna og í ofanálag hafa skuldir og afborganir hækkað.“

Hvatti Guðlaugur stjórnvöld til að líta til annara leiða en skattahækkana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert