Verslunarmannafélag Reykjavíkur hyggst gera upprætingu spillingar að einu af helstu baráttumálum sínum og þakkar stjórn félagsins GRECO og Transparency International fyrir að varpa alvarlegt andvaraleysi stjórnvalda gegn spillingu.
Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi og Lúðvík Lúðvíksson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur sent. Hún er svohljóðandi:
„Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur þakkar Group of States against Corruption, GRECO and Transparency International fyrir að varpa ljósi á alvarlegt andvaraleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart spillingu. Stjórn félagsins harmar að á árinu 2010 skuli spilling vera eins útbreidd á Íslandi og greining GRECO bendir til.
Traust landsins á alþjóðavettvangi verður ekki byggt upp með trúverðugum hætti ef einungis Senegal mælist spilltara en Ísland. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hyggst gera upprætingu spillingar að einu af helstu baráttumálum sínum enda gagnsæi og lýðræði á meðal aðal markmiða okkar, til hagsbóta fyrir launafólk og fyrirtæki.“