Í gær fannst talsvert magn af smyglvarningi við leit tollgæslu í skipi sem var að koma frá Ameríku. Hald var lagt á 117 lítra af vodka og bílavarahluti.
Þetta kemur fram á vef Tollgæslunnar. Þar segir að málið teljist upplýst.
Árlega gerir Tollgæslan upptækt mikið magn af ólöglega innfluttum varningi sem reynt er að smygla til landsins. Á vef Tollgæslunnar segir að mörg þessara mála upplýsist eingöngu vegna aðstoðar almennings.
Á vefnum er ennfremur hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um smygl og ólöglegan innflutning.