Erfiður dagur hjá Fjölskylduhjálpinni

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Sverrir

Jólaaðstoð Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands hófst í gær og var einnig veitt í dag. Að sögn Ásgerðar Jónu Flosa­dótt­ur, for­manns Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar, var dag­ur­inn í  dag afar erfiður.

„Ein­göngu þeir sem voru bún­ir að skrá sig áður gátu fengu jóla­út­hlut­un­ina. Aðrir voru æv­areiðir vegna þess að þeir gátu ekki fengið jóla­varn­ing­inn,“ seg­ir Ásgerður Jóna. 

„Við vor­um kölluð öll­um ill­um nöfn­um, fyrst og fremst af þeim sem eru af er­lendu bergi brotn­ir og vor­um skömmuð fyr­ir að aug­lýsa þetta ekki á öðrum tungu­mál­um en ís­lensku. Það ríkti stríðsástand á tíma­bili.“

Ásgerður Jóna seg­ir að marg­ir hafi verið að leita til Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar í fyrsta skipti.  „Hingað kom fólk sem aldrei hef­ur komið áður. Það var hræðilega sorg­legt ástand fyr­ir utan húsið,“ seg­ir Ásgerður Jóna.

„Hér var svo mik­il ör­vænt­ing og því miður gát­um við aðeins af­greitt um 400 fjöl­skyld­ur, því jóla­út­hlut­un­in tók svo lang­an tíma. Það var virki­lega sárt, því við vit­um að það var lokað á öðrum stöðum í dag.“

Jólaaðstoð Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands verður næst veitt á þriðju­dag­inn og miðviku­dag­inn í næstu viku. Skrán­ing verður á morg­un, mánu­dag og þriðju­dag.

Ásgerður Jóna seg­ist reikna með að 2000 fjöl­skyld­ur nýti sér aðstoð Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert