Lofa áframhaldandi þjónustu á Sólheimum

Kirkjan á Sóheimum í Grímsnesi.
Kirkjan á Sóheimum í Grímsnesi. mbl.is/ÞÖK

Í sameiginlegri yfirlýsingu félags- og tryggingamálaráðuneytis, sveitarfélagsins Árborgar og þingmanna Suðurkjördæmis segir að þjónusta við íbúa á Sólheimum verði áfram tryggð.

Í yfirlýsingunni segir að  samkomulag um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna tryggi óbreytt rekstrarfé til Sólheima líkt og annarra sjálfseignarstofnana. „Íbúum verður tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar segir ennfremur að þeir sem standa að yfirlýsingunni harmi að fulltrúaráð Sólheima skuli vilja segja upp þjónustu við fatlaða íbúa Sólheima, ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum.

„Jafnframt vekur það undrun að forsvarsmenn Sólheima kjósi að draga sig út úr rekstrinum og vísa til þess að fjárveitingar næsta árs muni ekki duga í ljósi þess að framlögin verða í fullu samræmi við framlög síðasta árs. Fari svo að stjórn Sólheima nýti sér heimild fulltrúaráðsins og segi upp samningum mun félags- og tryggingamálaráðuneytið í samvinnu við Árborg og þjónustusvæði fatlaðra á Suðurlandi tryggja að íbúar Sólheima eigi þar áfram búsetu og njóti þjónustu líkt og verið hefur.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka