Rúmlega tvítug stúlka var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmd í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa kastað glasi í höfuð lögreglukonu að tilefnislausu fyrir rúmu ári síðan.
Eins var henni gert að greiða fórnarlambinu, sem var við skyldustörf á skemmtistað á Selfossi, 100 þúsund krónur í miskabætur.
Jafnframt þar stúlkan að greiða allan sakarkostnað tæpar 236 þúsund krónur.