Hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja form­lega rann­sókn á rík­isaðstoð sem veitt var í októ­ber 2008 og sept­em­ber 2009 til varn­ar inn­lendri starf­semi viðskipta­bank­anna þriggja, Glitn­is, Kaupþings og Lands­banka og til þess að stofna og fjár­magna arf­taka þeirra, sem nú nefn­ast Íslands­banki, Ari­on banki og NBI (Lands­bank­inn). Þetta kem­ur fram á vef EFTA.

„Ráðstaf­an­irn­ar, sem fólu einkum í sér að end­ur­reisa til­tekna starf­semi sem eldri bank­arn­ir höfðu áður með hönd­um og stofna og fjár­magna nýju bank­ana, hefði átt að til­kynna ESA áður en þær komu til fram­kvæmda. Íslensk­um stjón­völd­um bar jafn­framt að leggja fram ít­ar­leg­ar áætlan­ir um end­ur­reisn bank­anna sem sýndu fram á rekstr­ar­hæfi þeirra til fram­búðar án rík­isaðstoðar. Er þess venju­lega kraf­ist að slík­ar áætlan­ir séu lagðar fram inn­an sex mánaða frá því að aðstoðin var veitt. Þar sem ekki hef­ur enn verið lokið við gerð slíkra áætl­ana, tel­ur ESA nauðsyn­legt að hefja form­lega rann­sókn og veita hags­munaaðilum þar með færi á að koma að sjón­ar­miðum sín­um," seg­ir á vef EFTA

Per Sand­erud, for­seti ESA tók fram eft­ir­far­andi, sam­kvæmt vef EFTA: „ESA er ljóst að Ísland glímdi á ár­un­um 2008 og 2009 við mjög al­var­leg­ar og for­dæma­laus­ar aðstæður og af­skipti rík­is­valds­ins voru nauðsyn­leg. ESA verður engu að síður að meta hvort rík­isaðstoð sem bönk­un­um var veitt væri hæfi­leg án þess að raska um of sam­keppni. Í þessu skyni er því brýnt að áætlan­ir um end­ur­reisn bank­anna verði lagðar fram svo fljótt sem auðið er.”

Sem þátt í rann­sókn­inni mun ESA einnig m.a. meta hugs­an­lega rík­isaðstoð við nýju bank­ana í formi sér­stakr­ar lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu við Ari­on banka og Íslands­banka ásamt flutn­ingi til­tekn­inna eigna og skuld­bind­inga veg­an inn­lána frá Spari­sjóði Reykja­vík­ur og ná­grenn­is (SPRON) til Ari­on banka og frá Straumi-Burðarás fjár­fest­ing­ar­banka til Íslands­banka.

Með því að hefja form­lega rann­sókn er eng­in afstaða tek­in til þess fyr­ir­fram hvort viðkom­andi ráðstaf­an­ir sam­rým­ist á end­an­um ákvæðum EES samn­ings­ins um rík­isaðstoð. Þessi málsmeðferð trygg­ir hins veg­ar að þeir sem eiga hags­muna að gæta geti komið sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi, seg­ir á vef EFTA.

Vegna lausa­fjárskorts og al­var­legra þren­inga í starf­semi viðskipta­bank­anna þriggja, Glitn­is, Kaupþings og Lands­banka Íslands, ákvað Fjár­mála­eft­ir­litið sem kunn­ugt er í októ­ber 2008 að taka við stjórn bank­anna og setja þeim skila­nefnd­ir. Þá ákvað rík­is­stjórn­in að stofna þrjá nýja viðskiptabnaka, sem í fyrstu voru að fullu í eigu rík­is­ins. Nýju bank­arn­ir, sem nú nefn­ast Íslands­banki, Ari­on banki og NBI (Lands­bank­inn), tóku við inn­lend­um eign­um for­vera sinna og skuld­bind­ing­um þeirra vegna inn­lendra inn­lána. Voru þess­ar ráðstaf­an­ir gerðar til þess að tryggja áfram­hald­andi inn­lenda fjár­málaþjón­ustu.

Nýju bank­arn­ir fengu í byrj­un hver um sig stofn­fé í formi reiðufjár sem nem­ur  lág­marks­hluta­fé viðskipta­banka sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um jafn­framt því sem rík­is­stjórn­in skuld­batt sig til þess að fjár­magna þá að fullu. Í kjöl­far þess að sam­komu­lag náðist sum­arið 2009 í samn­ingaviðræðum við lána­drottna eldri bank­anna um verðmæti eigna og skulda sem færðar voru til nýju bank­anna, var síðan lokið við fjár­mögn­un þeirra. Í til­viki Íslands­banka og Ari­on banka er eign­ar­hald nú að meiri­hluta til í hönd­um lána­drottna for­vera þeirra, en með því móti varð fram­lag rík­is­ins mun lægra en ef bank­arn­ir hefðu áfram verið að fullu í eigu rík­is­ins.

Óvissa í ís­lensk­um efna­hags­mál­um og laga­leg ágrein­ings­efni varðandi verðmæti eigna bank­anna hafa leitt til þess að taf­ist hef­ur að ís­lensk stjórn­völd legðu fram áætlan­ir um end­ur­reisn þeirra. ESA er kunn­ugt um ástæður þess­ara tafa, en tel­ur samt óhjá­kvæmi­legt að hefja form­lega rann­sókn, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því er rík­isaðstoð var fyrst veitt.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert