Mætti tófu við Stórhöfða

Tófan sem var á labbi í Stórhöfðanum í morgun.
Tófan sem var á labbi í Stórhöfðanum í morgun. Þórarinn Þórarinsson

Maður ók fram á hvíta tófu í Reykja­vík í morg­un. Tóf­an var á labbi í Stór­höfða skammt frá starfs­svæði Landsnets og Póst­miðstöðar­inn­ar. Búið var að keyra á tóf­una og neydd­ist maður­inn til að af­lífa hana á staðnum.

„Ég var að aka eft­ir Stór­höfða. Það var bíll á und­an mér sem hægði á sér. Hann ók síðan áfram og þá sá ég hvíta tófu sem trítlaði á móts við bíl­inn minn. Hún sett­ist svo á göt­una fyr­ir fram­an mig. Það var greini­lega búið að keyra á hana því hún var með sár. Ég ákvað því að af­lífa greyið,“ seg­ir Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son slökkviliðsmaður.

Fyr­ir nokkr­um dög­um var sagt frá því í frétt í Morg­un­blaðinu að tóf­ur hefðu sést í Reykja­vík. M.a. hefði hefðu tóf­ur og tóf­u­slóðir sést við og á Reykja­vík­ur­flug­velli fyr­ir fimm til sex árum. Maður sem vann við að ryðja flug­braut­irn­ar og fór því oft til vinnu eldsnemma á morgn­ana skaut ref við Kringlu­mýr­ar­braut og ann­an í Há­deg­is­mó­um.

Þór­ar­inn sagði að það hefði komið illa við sig að sjá sært dýr í borg­inni. Þó að tóf­an sé mein­dýr eigi þeir sem aka á dýr ekki að skilja þau eft­ir særð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert