Neyðarlögin ekki brot á EES-samingi

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi …
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) ákvað í dag að loka sjö kvört­un­ar­mál­um er varða ís­lensku neyðarlög­in þar sem stofn­un­in tel­ur að lög­in brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samn­ings­ins.

Við hrun ís­lensku bank­anna í októ­ber 2008 samþykkti Alþingi lög nr. 125/​2008 (neyðarlög­in) sem miðuðu að því að tryggja virkni fjár­mála­kerf­is­ins og efla traust al­menn­ings á því. Lög­in gerðu inn­stæður á banka­reikn­ing­um að for­gangs­kröf­um við gjaldþrota­skipti banka. Inn­stæður nutu þar með for­gangs gagn­vart öðrum ótryggðum kröf­um. Lög­in veittu jafn­framt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu heim­ild­ir til að taka yfir eign­ir og skuld­bind­ing­ar föllnu bank­anna og ráðstafa þeim til nýju bank­anna.

Fyr­ir banka­hrunið höfðu nokkr­ir er­lend­ir bank­ar lánað ís­lensk­um bönk­um háar fjár­hæðir. Þess­ir er­lendu bank­ar kvörtuðu und­an því við ESA að þeir hefðu mátt þola ólög­mæta mis­mun­un vegna ákvæða neyðarlag­anna og ákv­arðana Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem áhrif hefðu á út­hlut­un eigna til kröfu­hafa úr þrota­bú­um bank­anna.

ESA hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að inn­stæðueig­end­ur eru í ann­ari aðstöðu en al­menn­ir kröfu­haf­ar og eiga til­kall til rík­ari vernd­ar við greiðsluþrot banka. Það er niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar að hvorki neyðarlög­in né ákv­arðanir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafi falið í sér ólög­mæta mis­mun­un gagn­vart al­menn­um kröfu­höf­um. Því hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum 40. gr. EES-samn­ings­ins um frjálst flæði fjár­magns, seg­ir á vef ESA.

Jafn­framt tel­ur stofn­un­in að hefði niðurstaðan orðið sú að þess­ar ráðstaf­an­ir hefðu verið tald­ar hamla frjálsu flæði fjár­magns hefðu þær samt sem áður verið rétt­læt­an­leg­ar.

Þessi niðurstaða er mjög mik­il­væg að því er varðar for­send­ur fyr­ir út­hlut­un eigna úr þrota­bú­um gömlu bank­ana og fyr­ir end­ur­skipu­lagn­ingu ís­lenska banka­kerf­is­ins” seg­ir Per Sand­erud, for­seti ESA, í til­kynn­ingu á vef ESA.

Ákvörðunin um að loka mál­un­um leys­ir ekki úr álita­efn­um er varða til­skip­un um inn­stæðutrygg­ing­ar og mis­mun­un á milli inn­stæðueig­enda á Íslandi og inn­stæðueig­enda sem áttu inn­stæður í úti­bú­um ís­lensku bank­anna í öðrum EES-ríkj­um.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert