Hreyfingin gerir alvarlegar athugasemdir við fjárlagafrumvarpið eins og það birtist við þriðju umræðu, samkvæmt fréttatilkynningu frá þingmönnum flokksins.
„Frumvarpið er alvarleg aðför að heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum þjóðarinnar og gerir ráð fyrir hættulega miklum niðurskurði á þeim brýnu samfélagslegu verkefnum sem nauðsynleg eru til að tryggja landsmönnum eðlilega þjónustu," segir í fréttatilkynningu sem hægt er að lesa í heild hér