Útlit fyrir hálku í dag

Bú­ast má við mik­illi hálku í dag, en Veður­stof­an spá­ir því að það muni snögg kólna í dag og það verði víðast hvar frost seinnipart­inn. Rign­ing var á SV-landi í morg­un og því bjóða aðstæður upp á vara­sama hálku.

Það er því betra fyr­ir fólk að fara var­lega í dag, bæði gang­andi veg­far­end­ur og þeir sem eru á bíl. Veður hef­ur verið milt á land­inu síðustu daga og því má bú­ast við að hálk­an komi ein­hverj­um að óvör­um.

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur bend­ir á það á veður­bloggi sínu að kl. 6 í morg­un var komið vægt frost á Raufar­höfn en 9 stiga hiti var þá á Ak­ur­eyri. Mjög kalt heim­skautaloft er því á leið yfir landið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert