Vilja ræða saltfisk í þingnefnd

mbl.is/Kristján Kristjánsson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd, Einar K. Guðfinnsson og Jón Gunnarsson, hafa óskað eftir því að haldinn verði fundur í nefndinni til þess að fjalla um þá ákvörðun að banna notkun á fosfati við framleiðslu á saltfiski til neyslu í löndum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem þeir hafa sent frá sér á fjölmiðla.

„Þessi ákvörðun skapar mikla óvissu við saltfiskframleiðslu inn á markaði sem eru okkur mjög mikilvægir. Spurningar vakna og um jafnræði og samkeppnisstöðu, þar sem fyrir liggur að framleiðendum í öðrum löndum verður áfram heimilt, amk. um stundarsakir, að halda sinni framleiðslu áfram með sama hætti.

Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á þetta mikilvæga mál. Hvernig við verður brugðist, hvaða aðrir kostir séu til staðar og á hvern hátt íslensk stjórnvöld hafa staðið að hagsmunagæslu okkar vegna málsins."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert