Hæstiréttur þyngdi í dag dóm Hérðasdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir fjölmörg brot úr eins árs fangelsi í tveggja ára fangelsi. Kemur fram í dómi Hæstaréttar að maðurinn hafi skýlaust játað brot sín en hann er síbrotamaður með óslitinn sakaferil frá árinu 2007.
Hann hefur margsinnis áður gerst sekur um ýmis hegningarlagabrot, fíkniefnalagabrot og akstur undir áhrifum fíkniefna, en að auki ótal sinnum akstur sviptur ökurétti og önnur umferðarlagabrot.
Emil Freyr Júlíusson er fæddur árið 1988 og er því 22 ára að aldri. Hann var nú dæmdur fyrir þjófnað, hylmingu, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot samkvæmt fjölmörgum ákæruliðum í ákæru á hendur honum.
Má þar nefna innbrot inn í tvö íbúðarhús og stela þar miklum fjármunum, auk sex annarra auðgunarbrota. Nam verðmæti þeirra muna, sem brot hans tóku til á fimmtu milljón króna. Brot þessi eru öll framin eftir að hann hlaut fangelsi í 12 mánuði með dómi 12. júlí 2007 fyrir vopnað rán og fangelsi í fimm mánuði með dómi 25. október sama ár, en þá var hann sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þar á meðal þjófnað og fjársvik. Þá var í Hæstarétti jafnframt vísað til þess að hann hefur margsinnis áður gerst sekur um ýmis hegningarlagabrot, fíkniefnalagabrot og akstur undir áhrifum fíkniefna, en að auki ótal sinnum akstur sviptur ökurétti og önnur umferðarlagabrot.
Segir í dómi Hæstaréttarr að Emil Freyr sé síbrotamaður. Sakaferill hans er óslitinn frá árinu 2007 og voru sum brota hans framin í beinu framhaldi þeirra dóma sem hann hefur hlotið.