Gera ráð fyrir afgangi af rekstri

Mosfellsbær
Mosfellsbær

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær.  Gert er ráð fyrir að 14 milljón króna rekstrarafgangur verði á A-hluta og samanlagður hagnaður A- og B-hluta verði 32 milljónir króna.

Skuldir og skuldbindingar í A-hluta lækka milli ára. Veltufé frá rekstri í A-hluta er 338 milljónir og í A- og B-hluta 439 milljónir króna sem er 8,6%.
 
Í áætluninni er gert ráð fyrir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og eykur það umfang rekstrar bæjarins verulega, segir í tilkynningu.
 
Eftir mikla hagræðingu undanfarin tvö ár var ljóst að þær ákvarðanir sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir væru langt frá því auðveldar. Ákvarðanirnar snúast ekki lengur um að afleiðingar þeirra megi ekki bitna á neinum – heldur að þær bitni á sem fæstum, svo krefjandi er það umhverfi sem þessi áætlun er unnin við.

 Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert