Tveir gráhegrar hafa gert sig heimakomna á Læknum í Hafnarfirði. Fleiri sjaldgæfir fuglar hafa heimsótt Hafnfirðinga að undanförnu því að Brúnheiðir hefur sést við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Gráhegrar eru nokkuð algengir flækingar hér um slóðir. Þeir flækingsfuglar sem koma hingað eru í
flestum tilfellum ungfuglar og talið er að þeir komi hingað frá Noregi
en þessi háfætti fugl er algengur í Evrópu og Asíu. Þeir veiða sér aðallega fisk til matar og sjást þá standa hreyfingarlausir í fjörum og við ár og vötn. Þegar hegrarnir fá færi á fiski skjóta þeir hvössum gogginum í vatnið og góma bráðina.
Brúnheiðir eru enn sjaldgæfari hér á landi og talið er að innan við 15 slíkir fuglar hafi komið hingað.