„Gríðarleg vonbrigði“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir það gríðarleg von­brigði fyr­ir sig sem formann Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs  og fjár­málaráðherra að þrír þing­menn flokks­ins hafi ekki stutt fjár­laga­frum­varpið. Hann seg­ir þetta í sam­tali við Smuguna.

Stein­grím­ur seg­ir að Lilja Móses­dótt­ir, Atli Gísla­son og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, sem ekki studdu fjár­laga­frum­varpið, verði að svara því sjálf hvort þau styðji rík­is­stjórn­ina. Hann seg­ir að þeir 32 stjórn­ar­liðar sem studdu frum­varpið geti verið stolt­ir af því.

„Könn­un hef­ur leitt í ljós að níu­tíu pró­sent stuðnings­manna Vg styðja mig til for­mennsku í flokkn­um. Það má kannski at­huga hvort þessi stuðning­ur sé minni í þing­flokkn­um,“ hef­ur Smug­an eft­ir Stein­grími.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert