Hlauparar og reiðhjólamenn noti ljós

Það getur skipt sköpum varðandi líf og dauða hvort gangandi …
Það getur skipt sköpum varðandi líf og dauða hvort gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn sjást í myrkri eða ekki. mbl.is/Ásdís

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til hlaupara og hjólreiðamanna að þeir noti endurskinsmerki, enda séu þeir oft á ferð í myrkri á eða við umferðargötur.

Reiðhjólamönnum er jafnframt bent á mikilvægi þess að ljósabúnaður hjólanna sé í lagi en á því er nokkur misbrestur.

að sögn lögreglu hefur stundum litlu máttu muna undanfarna daga að reiðhjól og bílar rækjust á í umferðinni.

Oftar en ekki eru reiðhjólamenn dökkklæddir á ferð og ekki bætir það ástandið ef annað er í ólagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert