Hvassviðri og stormur á morgun

mbl.is

Spáð er hvassviðri og stormi víða um land á morgun. Í spá Veðurstofu Íslands segir að vaxandi ofankoma verði um landið norðanvert á morgun og að færð muni spillast þar er líður á daginn.
Sunnan til verður að mestu úrkomulaust, fyrir utan stöku él.

Spáin er svohljóðandi:

Norðvestan, 18-25 m/s austantil á landinu, hvassast við ströndina. Mun hægari vindur um landið vestanvert. Víða él norðaustan og austanlands, en léttskýjað að mestu sunnan- og vestantil.

Norðan hvassviðri eða stormur á morgun, 18-25 m/s síðdegis. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi annað kvöld, fyrst austantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast til landsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert