Innheimtukostnaður 5 - 10% af tekjum

Gjaldhliðið við Hvalfjarðargöng.
Gjaldhliðið við Hvalfjarðargöng. Árni Sæberg

Umræða um kostnað við innheimtu veggjalda er byggð á misskilningi. Þetta er fullyrt á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Þar segir að fullyrt hafi verið að kostnaður við innheimtu veggjalda væri 28% af tekjum og þar hefur meðal annars verið vísað til Hvalfjarðarganga.

„Þessi tala er úr lausu lofti gripin og er ekki í nokkrum takti við innheimtukostnað í Hvalfjarðargöngunum sem er um 13% af tekjum. Innheimtan í Hvalfjarðargöngunum er hálfsjálfvirk sem þýðir að bæði er unnt að greiða veggjaldið sjálfvirkt og einnig á handvirkan hátt í mannaðri gjaldstöð,“ segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Þar segir að þar sem innheimta sé alsjálfvirkhafi tekist að koma innheimtukostnaðinum niður fyrir 10% og víða í 5-7% af tekjum.

Fréttin á vef Vegagerðarinnar


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert