Lilja, Atli og Ásmundur á móti

Lilja Mósesdóttir ætlar ekki að styðja fjárlagafrumvarpið.
Lilja Mósesdóttir ætlar ekki að styðja fjárlagafrumvarpið. mbl.is/Ómar

Lilja Móses­dótt­ir, Atli Gísla­son og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þing­menn VG, ætla ekki að styðja fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau lögðu fram til­lög­ur um breyt­ing­ar á frum­varp­inu í þing­flokki VG en þeim var hafnað.

„Það eru mik­il von­brigði að varnaðarorð um að fjár­lög­in muni dýpka krepp­una hafi ekki verið tek­in al­var­lega. Haldið er dauðahaldi í efna­hags­áætl­un AGS þrátt fyr­ir að hag­vaxtar­for­send­urn­ar séu brostn­ar. Niður­skurður rík­is­út­gjalda við slík­ar aðstæður mun stækka fjár­laga­frum­varpið á næsta ári og krefjast meiri niður­skurðar en nú er gert ráð fyr­ir,“ sagði Lilja þegar hún gerði grein fyr­ir at­kvæði sínu.

„Ég hef ásamt hátt­virt­um þing­mönn­um Atla Gísla­syni og Ásmundi Ein­ari Daðasyni lagt fram til­lög­ur inn­an þing­flokks VG um breytta for­gangs­röðun, nýja tekju­öfl­un og auk­in út­gjöld í þágu vel­ferðar og bættra lífs­kjara. Þess­ar til­lög­ur hlutu ekki hljóm­grunn inn­an þing­flokks Vinstri grænna. Við mun­um því hvorki styðja fjár­laga­frum­varpið né breyt­ing­ar­til­lög­ur við það þar sem þær ganga of stutt að okk­ar mati og draga ekki úr krepp­unni.“

Þing­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru sam­tals 35. Ljóst er því að fjár­laga­frum­varpið nýt­ur meiri­hlutastuðnings á Alþingi því að án Lilju, Atla og Ásmund­ar styðja 32 þing­menn frum­varpið. 63 þing­menn sitja á Alþingi. Þess má geta að fyrr á þessu ári gekk Þrá­inn Bertels­son til liðs við þing­flokk VG, en hann var áður í stjórn­ar­and­stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert