Niðurlæging ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson í ræðustól á Alþingi. Úr myndasafni.
Bjarni Benediktsson í ræðustól á Alþingi. Úr myndasafni. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin hefur verið niðurlægð í Icesave-deilunni, nú þegar nýr samningur liggur fyrir, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Sagði Bjarni því eðlilegt að stjórnarliðar væru fáliðaðir í þingsal og létu ráðherra um að verða til svara um stöðuna.

Bjarni gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að haga umræðu um málið nú á þann veg að benda á að dráttur málsins hefði kostað þjóðina mikið fé.

Þvert á móti skyldi horft til þess að fyrri samningur hefði haft „skelfilegar afleiðingar“ fyrir þjóðarbúið, staðreynd sem ekki mætti gleymast. 

Síðasti samningur hefði þannig kostað þjóðina 490 milljarða króna, en til samanburðar var þjóðarframleiðsla á Íslandi í fyrra um 1.500 milljarðar.

Það væri auðvitað von að þeir þingmenn sem börðust með kjafti og klóm fyrir fyrri samningi skyldu vera dálítið „framlágir“ á þinginu. „Það var ekki við öðru að búast,“ sagði Bjarni.

„Ríkisstjórn sem verður ber að vinnubrögðum sem þessum stendur auðvitað á brauðfótum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert