Ögmundur varnarmálaráðherra

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

„Afstaða ríkisstjórnarinnar hefur verið mætavel skýrð í þessu máli af hæstvirtum varnarmálaráðherra,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar fjallaði um fjárveitingar til Varnarmálastofnunar. Hann vísaði þar til ræðu Ögmundar Jónassonar en stærstu hluti varnarmála heyrir nú undir hann.

Össur sagði að með því að leggja niður Varnarmálastofnun hefði tekist að spara um 500 milljónir án þess að framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga væri veikt með nokkru móti.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi þessar breytingar harðlega. Hann sagði að þetta væri óboðleg stjórnsýsla. Verið væri að blanda saman varnartengdum verkefnum og borgaralegri starfsemi. Samfylkingin hefði haft þá afstöðu að slíkt gengi ekki upp og hefði ráðherra flokksins gert tillögu um að sett yrði á stofn ný stofnun, Varnarmálastofnun til að koma í veg fyrir það. Nú væri flokkurinn að leggja til að þessi sama stofnun yrði lögð niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert