Þriðju umræðu um frumvarp til fjárlaga lauk á tólfta tímanum í gærkvöld en atkvæði verða greidd kl. 11.00 í dag. Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögur í yfir 50 liðum til viðbótar þeim fjölda tillagna sem kom fram fyrir aðra umræðu í byrjun desember.
Þrátt fyrir þessar breytingar á milli umræðna er enn megineinkenni frumvarps til fjárlaga að skera víðast hvar niður í grunnþjónustu.
Atli Gíslason kvaðst ekki vilja gera grein fyrir afstöðu sinni í fjölmiðlum heldur yrði hún kunngjörð við atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag.
Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og kemur afstaða hans einnig í ljós við atkvæðagreiðsluna.