Vilja lækka skatta um 40 milljarða

Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fer fram í dag.
Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fer fram í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd leggja til að skattar verði lækkaðir um 40 milljarða og að gerð verði kerfisbreyting á skattlagningu lífeyrissparnaðar sem er áætlað að skili ríkissjóði 80 milljörðum.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga verði lækkaður um 3,5 milljarða og tryggingagjald lækki um 6 milljarða. Tekjur af séreignarsparnaði upp á 80 milljarða kr. lækkar lánsfjárþörf ríkissjóðs og þar með vaxtakostnað. Tillagan gerir ráð fyrir að þessi breyting geti lækkað vaxtakostnað ríkissjóðs um 2,7 milljarða.

Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, leggur til að tekjuskattur einstaklinga lækki um 5,5 milljarða, en breytingar verði gerðar á tekjuskatti fyrirtækja sem skili ríkissjóði milljarð í auknar tekjur. Hann leggur einnig til að séreignalífeyrir verði skattlagður sem skili ríkissjóði 40 milljörðum.

Höskuldur vill einnig að framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði aukin um 1,7 milljarða og framlög til lögreglunnar verði aukin um 500 milljónir. Hann vill einnig að dregið verði úr sparnaði á sjúkrahúsum á landsbyggðinni og að skorið verði niður á aðalskrifstofum ráðuneytanna.

Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fer fram í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert