Voru þingmenn sofandi?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði þing­menn stjórn­ar­flokk­anna hvort þeir hefðu verið sof­andi á þing­flokks­fund­um þegar unnið var að und­ir­bún­ingi fjár­laga­frum­varps­ins þar sem marg­ir hefðu lýst and­stöðu við lækk­un fram­laga til sjúkra­húsa á lands­byggðinni eft­ir að frum­varpið var lagt fram.

„Sváf­um menn á þing­flokks­fund­um þegar verið var að fara yfir frum­varpið eða var staðið þannig að kynn­ingu í þing­flokk­un­um að ekki var gerð grein fyr­ir því hverj­ar af­leiðing­ar væru af þeim fjár­lagarömm­um sem markaðir voru og lagðir voru til grund­vall­ar frum­varpi til fjár­laga?“ spurði Ein­ar.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að við und­ir­bún­ing máls­ins hefði málið verið kynnt með hefðbundn­um hætti í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Mönn­um hefði verið ljós fjár­lag­aramm­inn, en ekki skipt­ing fram­laga til ein­stakra stofn­ana.

Ein­ar K. sagði að þegar rammi fjár­laga væri lagður væri jafn­an gerð grein fyr­ir meg­in lín­um. Í þessu fjár­laga­frum­varpi hefði verið mörkuð ný stefna í heil­brigðismál­um á lands­byggðinni og það væri und­ar­legt ef þing­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna hefði ekki verið gerð grein fyr­ir því. Svo virt­ist sem þing­flokk­arn­ir hefðu heim­ilað að fjár­laga­frum­varpið yrði lagt fram án þess að gera sér grein fyr­ir hvað stæði í því.

Í fár­laga­frum­varp­inu voru fram­lög til heil­brigðis­stofn­ana á lands­byggðinni skor­in veru­lega niður. Mest­ur var niður­skurður­inn 40%. Nú hef­ur til­lög­un­um verið breytt þannig að mest­ur er niður­skurður­inn 10%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert