Aðstoðuðu bíl á Fjarðarheiði

Lítið skyggni var á Fjarðarheiði í dag.
Lítið skyggni var á Fjarðarheiði í dag.

Fé­lag­ar í björg­un­ar­sveit­inni Ísólfi á Seyðis­firði fóru í morg­un upp á Fjarðar­heiði til að aðstoða bíl sem var þar í vand­ræðum, en mjög vont veður var á heiðinni í morg­un. Ekk­ert amaði að fólk­inu og gekk vel að koma bíln­um til byggða.

Blind­byl­ur hef­ur verið víðast hvar á Aust­ur­landi í morg­un og ekk­ert ferðaveður. Mjög lítið skyggni var á Fjarðar­heiði í morg­un.  Vind­ur á heiðinni var norðvest­an­stæður 15 metr­ar á sek og fóru hviður upp í 20 metra á sek.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka