Askan fýkur undir Fjöllunum

Það rétt grillti í Skógafoss gegnum öskumistrið í dag.
Það rétt grillti í Skógafoss gegnum öskumistrið í dag. mynd/Magðalena

Öskumistur hefur verið undir Eyjafjöllum í morgun. Magðalena Jónsdóttir í Drangshlíðardal segir að hún hafi rétt séð grilla í Skógafoss sem er í um hálfs kílómetra farlægð frá bænum. Skólabíll, sem lagður var af stað með börn frá Austur-Eyjafjöllum til Hvolsvallar í morgun, snéri við.

Magðalena segir, að askan, sem kom úr Eyjafjallajökli í vor, hafi fokið upp öðru hvoru í haust. Hugsanlega sé ástæðan sú, að gróðurinn, sem hafi bundið öskuna í sumar, sé nú farinn að visna. 

Hún sagði að ekki væri mjög hvasst  undir Fjöllunum nú en spáð er vondu veðri um allt land í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert