Gervigras og þakplötur á flugi

Björgunarsveitarmenn festa þak á húsi í Garði nú á fjórða …
Björgunarsveitarmenn festa þak á húsi í Garði nú á fjórða tímanum í dag. vf.is/Hilmar Bragi

Vonskuveður er nú á Suðurnesjum. Að sögn lögreglunnar þar er nú talsvert hvasst og víða hafa fokið þakplötur.

Gervigras losnaði af sparkvelli við Njarðvíkurskóla og sást á flugi um bæinn.

Hafnargötu í Keflavík var lokað  af öryggisástæðum á fjórða tímanum í dag vegna járnadrasls sem fauk af húsi sem stendur við Austurgötu.

Nokkuð hefur verið um tilkynningar vegna foks lausamuna og sorptunna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að ekkert ferðaveður sé þessa stundina á Kjalarnesi og mjög slæmt veður sé í og í Mosfellsdal. Hafa bílar fokið til á Kjalarnesi við Esjumela.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert