Greiddi útgerðafélagi fyrir ráðgjöf við fiskveiðistjórnun

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur greitt útgerðarfélaginu Ískrók ehf. um 6,8 milljónir króna vegna ráðgjafar við fiskveiðistjórnun. Félagið er í eigu Guðjóns A. Kristjánssyni, fyrrverandi alþingismanns.

Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Kristjáni Þór Júlíussyni alþingismanni. Hann sagði í samtali við mbl.is að þessi ráðstöfun væri afar óeðlileg.

„Það er spurning hvers vegna ráðherra ræðir ekki við Samherja, Granda eða Vinnslustöðina eða einhvern annan og borgar þeim kaup fyrir. Þetta er auðvitað ekki í lagi,“ sagði Kristján.

Í svarinu kemur fram að ráðuneytið greiddi Ískrók ehf. 2 milljónir í fyrra fyrir „ráðgjöf vegna fiskveiðistjórnunar“ og 4,7 milljónir það sem af er þessu ári.

Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er Ískrókur félag í eigu Guðjóns Arnars Kristjánssonar og fjölskyldu hans. Guðjón Arnar hafi sinnt verkefnum í ráðuneytinu og þegið verktakagreiðslur fyrir.

Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert