HÍ gerir tilboð í ESB-kynningu

Fánar ESB blakta við höfuðstöðvar sambandsins í Brussel.
Fánar ESB blakta við höfuðstöðvar sambandsins í Brussel. reuters

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er í hópi þeirra sem gera tilboð í kynningu á Evrópusambandinu (ESB) hér á landi. Búið er að velja átta hópa sem eiga að skila tilboðum fyrir 7. febrúar 2011. Háskólinn í Reykjavík og íslensk almannatengslafyrirtæki eru einnig í hópum sem mega skila tilboðum.

ESB hyggst verja 155 milljónum króna, einni milljón evra, til að miðla upplýsingum um sambandið hér á landi. Það er gert vegna umsóknarinnar um aðild að ESB.

Í Morgunblaðinu í dag segir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki, þessar stofnanir HÍ veita ýmsa þjónustu ásamt því að vinna að rannsóknum og fræðslu. Hún sagði tvo hafa leitað til Alþjóðamálastofnunar á liðnu hausti um að vera með í tilboðshópi. Valið var að ganga til samstarf við ECORYS, sem er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki, og íslenska almannatengslafyrirtækið Góð samskipti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert