Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöld: „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum – þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins.“
Þá kveðst hún hafa farið úr vinnuhópi vegna fjárlagavinnunnar vegna þess að ekkert var hlustað á tillögur hennar. „Ég bað Steingrím margoft um að skoða skattlagningu séreigna-sparnaðarins en sem hann gerði aldrei, því hann vildi ekki fara þessa leið.“