Íslendingar í jólaskapi

Vefur Aftenposten.
Vefur Aftenposten.

„Gleðileg jól på Island" er fyrirsögnin á langri grein í norska blaðinu Aftenposten í dag þar sem fjallað er um hvernig Íslendingum gengur að ná sér á strik eftir efnahagshrunið fyrir tveimur árum. Segir blaðið m.a., að jólamarkaðir séu áberandi á Íslandi og varla sé til nokkur íslensk amma, sem ekki hafi opnað lítinn sölubás á jólaskreyttum götum og í húsagörðum í Reykjavík.

Blaðamaður Aftenposten hefur raunar eftir Sigrúnu Berg, sem selur skartgripi í verslun á Laugavegi, að Íslendingar kaupi aðeins varning ef hann er nógu ódýr og segir að jólasalan sé ekki eins góð og á árunum fyrir hrunið.

Þá ræðir blaðamaðurinn við Guðrúnu Erlendsdóttur, sem selur jólaskraut í sölubás í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Guðrún segir, að   Bragi Baldursson, eiginmaður hennar, hafi misst vinnuna sem bílstjóri í kreppunni en sé nú í bílskúrnum alla daga og búi til jólaskraut sem þau síðan selja. 

„Við spjörum okkur," segir Guðrún. „Honum finnst afar gaman að vera í bílskúrnum og ég held að honum finnist þetta mun skemmtilegra en að aka vörubíl."  

Umfjöllun Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert