Óveður víða um land

Óveður er á Kjalarnesi
Óveður er á Kjalarnesi mbl.is/Júlíus

Vegir eru auðir á Suðurlandi en þar er vaxandi vindur og sumstaðar orðið nokkuð hvasst. Óveður er undir Eyjafjöllum. Svipað ástand er á Vesturlandi, auðir vegir en sumstaðar hvasst. Óveður er á Kjalarnesi og í Staðarsveit, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á  Vestfjörðum eru vegir að mestu auðir en farið er að élja austan til.

Éljagangur er á Norðurlandi vestra og víða hálkublettir. Töluvert meiri úrkoma er við Eyjafjörð og í Þingeyjasýslum. Stórhríð er á Mývatnsöræfum og Hólasandi. Þá er óveður á Melrakkasléttu og með ströndinni að Vopnafirði.

Það er stórhríð á Vopnafjarðarheiði og óveður á Vatnsskarði eystra.  Enn er mjög blint á Fjarðarheiði og mokstur í biðstöðu. Annars er víða skafrenningur á Austurlandi og leiðinlegt ferðaveður þótt vegir séu færir.

Óveður er á Suðausturlandi, frá Djúpavogi og alveg vestur undir Eyjafjöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka