Segist styðja ríkisstjórnina

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, seg­ist áfram styðja rík­is­stjórn­ina, sér­stak­lega til  góðra verka, en hún hafi ekki verið reiðubú­in til að samþykkja fjár­laga­frum­varp sem hún hefði ekki sann­fær­ingu fyr­ir. Lilja sat hjá í at­kvæðagreiðslu á Alþingi um fjár­lög fyr­ir næsta ár ásamt tveim­ur öðrum þing­mönn­um VG.

Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Kast­ljósi Sjón­varps­ins. Lilja sagðist ekki hafa verið til­bú­in til að samþykkja frum­varp, sem hún fékk ekki að sjá áður en það kom inn í þingið og hefði síðan reynt ár­ang­urs­laust að breyta með því að leggja fram til­lög­ur í þing­flokki VG sem voru í sam­ræmi við álykt­an­ir flokks­ráðs VG. 

Þegar Lilja var spurð hvort hún ætlaði að sitja áfram í  þing­flokki Vinstri grænna sagðist hún hafa fundið fyr­ir stuðningi við sín sjón­ar­mið inn­an þing­flokks­ins og teldi sig eiga sam­leið með mörg­um stefnu­mál­um Vinstri grænna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert