Tveir sendiferðabílar fuku út af veginum undir Ingólfsfjalli á milli klukkan fjögur og fimm í dag. Annar þeirra valt út í skurð og hinn út í barð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi urðu engin slys á fólki, en bílarnir eru mikið skemmdir.
Nokkuð hefur verið um það að húsþök hafi losnað í rokinu á Selfossi í dag og í Úthlíð fauk trampólín á bíl og olli nokkrum skemmdum á honum.