Umhverfisvænn bílafloti

Bílarnir ganga allir fyrir metani.
Bílarnir ganga allir fyrir metani.

Selecta á Íslandi hefur tekið í notkun fjóra nýja Mercedes-Benz Sprinter atvinnubíla sem ganga fyrir íslensku metani. Stefnir fyrirtækið að því að umhverfisvæða bílaflota sinn eins og kostur er með því að velja eingöngu bifreiðar sem ganga fyrir umhverfisvænu eldsneyti. 

Auk þess að stuðla að minni útblæstri þá reiknar Selecta, sem býður fram lausnir fyrir kaffi- og vatnsvélar sem og sjálfsala á vinnustöðum, með að árlegur sparnaður af rekstri bílanna sé yfir 200.000 kr. á ári fyrir hvern bíl ef einvörðungu er ekið á metani og eknir eru um 15.000 km, að því er segir í tilkynningu frá Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka