Óveður er víða um land og hefur veðrið versnað mjög á Norðurlandi. Stórhríð er við utanverðan Skagafjörð. Við Eyjafjörð og í Þingeyjasýslum er allsstaðar óveður eða stórhríð og ekki ferðafært. Á Suðausturlandi hefur lægt mikið og þar er nú ferðafært.
Á Akureyri hafa foreldrar verið beðnir um að sækja börn sín í skóla þar sem ekki þykir ráðlegt að þau fari ein heim vegna veðurofsans.
Vegir eru auðir á Suðurlandi en þar er reiknað með hössum vindi í dag, ekki síst undir Eyjafjöllum.
Svipað ástand er á Vesturlandi, auðir vegir en sumstaðar hvasst. Óveður er á Kjalarnesi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og nokkuð hvasst.
Á Vestfjörðum eru vegir að mestu auðir en éljagangur austan til.
Veður er versnandi á Norðurlandi. Stórhríð er við utanverðan Skagafjörð. Við Eyjafjörð og í Þingeyjasýslum er allsstaðar óveður eða stórhríð og ekki ferðafært.
Á Austurlandi er stórhríð á Vopnafjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði og óveður á Vatnsskarði eystra. Eins er mjög blint á Fjarðarheiði og mokstur í biðstöðu. Annars er víða skafrenningur á Austurlandi og leiðinlegt ferðaveður þótt vegir séu færir.