Síðasta verk Alþingis fyrir jólahlé var að samþykkja að 43 einstaklingar, sem fæddir eru í 19 löndum, fái íslenskan ríkisborgararétt. Um var að ræða tillögu frá nefndarmönnum í allsherjarnefnd þingsins.
Frumvarp um ríkisborgararéttinn fór mikla hraðferð í gegnum þingið en umræðurnar þrjár um frumvarpið tóku aðeins samtals um 8 mínútur. Sá eini sem tók til máls var Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar.