Eldur laus í álveri Alcoa

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson

Sprenging varð í spennistöð við enda kerskála álvers Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði nú síðdegis. Engin slys urðu á fólki. Rafmagnið fór af álverinu og er töluverður eldur enn í spennistöðinni. Slökkvilið vinnur við að ráða niðurlögum hans, að sögn Ernu Indriðadóttur upplýsingafulltrúa.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er verið að rýma hluta af álverssvæðinu vegna sprengihættu.

Almennt er fólk ekki inni á svæðinu þar sem sprengingin varð. Ekki er ljóst hve tjónið er mikið. Truflun varð á rafmagni og ljós blikkuðu á Austurlandi um það bil sem sprengingin varð.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert