Enn unnið að slökkvistarfi

Eldtungurnar teygja sig upp úr logandi spenninum. Álverið er almyrkvað.
Eldtungurnar teygja sig upp úr logandi spenninum. Álverið er almyrkvað. mbl.is/Helgi Garðarsson

Slökkvilið Fjarðabyggðar og slökkvilið ál­vers Alcoa-Fjarðaáls vinna nú að því að ráða niður­lög­um elds­ins í risa­stór­um spenni sem kviknaði í nú síðdeg­is. Spreng­ing varð í spenn­in­um sem olli eld­in­um. Slökkviliðin hafa at­hugað með froðubirgðir hjá ná­læg­um slökkviliðum, að sögn lög­regl­unn­ar á Eskif­irði.

Spreng­ing varð í spennistöð við enda ker­skála ál­vers Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarf­irði nú síðdeg­is. Eng­in slys urðu á fólki. Raf­magnið fór af ál­ver­inu og er tölu­verður eld­ur enn í spennistöðinni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is er verið að rýma hluta af ál­vers­svæðinu vegna sprengi­hættu.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Eskif­irði er spenn­ir­inn sem spreng­ing­in varð í full­ur af olíu. Tals­vert lið vinn­ur að slökkvi­starf­inu og er eng­inn skort­ur á mann­skap við slökkvi­starfið eða lög­gæslu á staðnum. 

Það þykir mest um vert að eng­in slys urðu á fólki við óhappið. Álverið er allt myrkvað og er raf­magns­laust. Fólk var beðið um að vera ekki í ná­grenni ál­vers­ins en fjöldi fólks sat í bíl­um sín­um og fylgd­ist álengd­ar með slökkvi­starf­inu.

Mikill eldur logar í spenninum.
Mik­ill eld­ur log­ar í spenn­in­um. mynd/​Bald­ur Bald­urs­son
mynd/​Halla Sigrún Svein­björns­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert