Hlynntur gjaldtöku á notkun nagladekkja

Skattleggi ríkið ekki nagladekk boðar fulltrúi Besta flokksins að borgin …
Skattleggi ríkið ekki nagladekk boðar fulltrúi Besta flokksins að borgin geri það. mbl.is/Árni Sæberg

Samgönguráðuneytið vinnur nú drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga sem lagt verður fyrir Alþingi eftir áramót. Þar er meðal annars að finna efnisgrein sem fjallar um að heimila sveitarfélögum gjaldtöku á notkun nagladekkja.

Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist vona að þessi hugmynd nái fram að ganga. „Mér skilst að þetta sé í nefnd hjá Alþingi og nú er verið að ræða þetta fram og til baka.

Við fáum þetta svo til umsagnar í ráðuneytinu og ef þessi klausa helst inni mun Reykjavíkurborg vinna að því að heimila einhvers konar gjaldtöku á notkun nagladekkja svo að beinn og heilsufarslegur kostnaður vegna svifryks verði greiddur af þeim sem valda honum. Ef hún helst ekki inni eigum við eftir að segja okkar.“


Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins.
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert