Samgönguráðuneytið vinnur nú drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga sem lagt verður fyrir Alþingi eftir áramót. Þar er meðal annars að finna efnisgrein sem fjallar um að heimila sveitarfélögum gjaldtöku á notkun nagladekkja.
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist vona að þessi hugmynd nái fram að ganga. „Mér skilst að þetta sé í nefnd hjá Alþingi og nú er verið að ræða þetta fram og til baka.
Við fáum þetta svo til umsagnar í ráðuneytinu og ef þessi klausa helst inni mun Reykjavíkurborg vinna að því að heimila einhvers konar gjaldtöku á notkun nagladekkja svo að beinn og heilsufarslegur kostnaður vegna svifryks verði greiddur af þeim sem valda honum. Ef hún helst ekki inni eigum við eftir að segja okkar.“