Hlynntur gjaldtöku á notkun nagladekkja

Skattleggi ríkið ekki nagladekk boðar fulltrúi Besta flokksins að borgin …
Skattleggi ríkið ekki nagladekk boðar fulltrúi Besta flokksins að borgin geri það. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­gönguráðuneytið vinn­ur nú drög að frum­varpi til nýrra um­ferðarlaga sem lagt verður fyr­ir Alþingi eft­ir ára­mót. Þar er meðal ann­ars að finna efn­is­grein sem fjall­ar um að heim­ila sveit­ar­fé­lög­um gjald­töku á notk­un nagla­dekkja.

Karl Sig­urðsson, borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins, seg­ist vona að þessi hug­mynd nái fram að ganga. „Mér skilst að þetta sé í nefnd hjá Alþingi og nú er verið að ræða þetta fram og til baka.

Við fáum þetta svo til um­sagn­ar í ráðuneyt­inu og ef þessi klausa helst inni mun Reykja­vík­ur­borg vinna að því að heim­ila ein­hvers kon­ar gjald­töku á notk­un nagla­dekkja svo að beinn og heilsu­fars­leg­ur kostnaður vegna svifryks verði greidd­ur af þeim sem valda hon­um. Ef hún helst ekki inni eig­um við eft­ir að segja okk­ar.“


Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins.
Karl Sig­urðsson, borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert